in-app-purchases

Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.

Þetta vandamál er heldur hvimleitt og útbreitt, að Apple gerði nýlega dómsátt við hóp foreldra, sem lentu í því að börnin náðu að kaupa áðurnefnda aukapakka án þess að beðið væri um lykilorð.

Að mati dómsins var ekki talið að foreldrarnir ættu að bera hallann af því að það væri hægt að loka á In-App Purchases, heldur að Apple hefði átt að fræða notendur betur um framkvæmdina sem liggur að baki In-App Purchases.

Ef þig langar að slökkva á In-App Purchases til að koma í veg fyrir svona óhöpp þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

Skref 1: Farðu í Settings > General > Restrictions og smelltu á „Enable Restrictions“.

Skref 2: Nú þarftu að búa til fjögurra stafa kóða, og staðfesta hann.

Skref 3: Skrunaðu niður í Allowed Content, finndur þar In-App Purchases og hafðu það stillt á á OFF.

Skref 4: Allt búið. Ef þú reynir að kaupa aukapakka í forritum eða leikjum, þá ætti eftirfarandi villa að birtast þér:

Author

Write A Comment

Exit mobile version