Google Reader

Bandaríska tæknifyrirtækið Google greindi nýlega frá því að Google Reader verði lagður á hilluna 1. júlí næstkomandi.

Í tilkynningu sem birtist á Google Reader blogginu kom fram að notendum þjónustunnar fari fækkandi, og í kjölfarið vill fyrirtækið heldur einbeita sér að þróun annarra verkefna.

Notendur þjónustunnar munu eiga kost á því að færa öll gögnin sín af Google Reader, þannig að þeir missa ekki sína persónulegu fréttaveitu.

Alan Green forritari hjá Google reit tilkynninguna á Google Reader bloggið, sem hljóðar svo:

We have just announced on the Official Google Blog that we will soon retire Google Reader (the actual date is July 1, 2013). We know Reader has a devoted following who will be very sad to see it go. We’re sad too.

There are two simple reasons for this: usage of Google Reader has declined, and as a company we’re pouring all of our energy into fewer products. We think that kind of focus will make for a better user experience.

To ensure a smooth transition, we’re providing a three-month sunset period so you have sufficient time to find an alternative feed-reading solution. If you want to retain your Reader data, including subscriptions, you can do so through Google Takeout.

Thank you again for using Reader as your RSS platform.

Hvað er (og bráðum var) Google Reader?
Google Reader er þjónusta sem fyrirtækið kynnti til sögunnar árið 2005, og gerði notendum kleift að fylgjast með vefsíðum að eigin vali í gegnum RSS efnisstrauma, og búa þannig til sína eigin persónulegu fréttaveitu.

Þjónustan naut nokkurrar hylli, en Google sinnti þjónustunni lítið síðustu ár, ekki síst eftir að leitarvélarisinn ýtti úr vör samfélagsmiðlinum Google+.

Author

Write A Comment

Exit mobile version