Mörgum forriturum rann kalt vatn milli skinns og hörunds eftir að tæknifyrirtækið Google tilkynnti fyrir skömmu að RSS þjónustan Google Reader yrði lagður á hilluna í júlí.

Einn þeirra er Silvio Rizzi, sem er maðurinn á bak við Reeder, einn vinsælasta RSS lesarann í iOS, en vinsældir forritsins hafa eflaust veitt honum og fjölskyldu fjárhagslegt öryggi síðustu árin.

Rizzi hefur ákveðið að bregðast við tilkynningu Google með því að bjóða upp á forritið notendum að kostnaðarlausu þangað til Reeder styður aðrar sambærilegar þjónustur.

Í tilkynningu á heimasíðu forritsins greindi hann frá stöðu mála, en þar segir:

Reeder for iPhone
The iPhone version already has support for other services than Google Reader. I’m currently working on integrating Feedbin and adding support for standalone/local RSS (still experimental). You’ll get these features with the next update (3.1) which should be ready soon. That’s just the beginning, the plan is to add more services you can choose from in the next weeks and months.

Reeder for Mac and iPad
Reeder for Mac and iPad will be updated to 2.0 in the coming months. Version 2.0 will add all the features of the iPhone version, including all sharing and syncing services. Until then, Reeder for Mac and Reeder for iPad will be free, starting today.

Reeder fyrir iPhone mun því ekki lækka í verði af því forritið styður þegar aðrar þjónustur en Google Reader, og iPad og Mac útgáfur forritsins eru ókeypis þangað til slíkur stuðningur verður í boði.

Reeder fyrir iPad | Reeder fyrir Mac [App Store tenglar]

Author

2 Comments

  1. Þar sem reader-inn er að hverfa, er þá ekki um að gera samantekt öðrum RSS síðum?

Write A Comment

Exit mobile version