Samfélagsmiðillinn Instagram er ekki lengur bara ljósmyndamiðill, en nýlega kynnti fyrirtækið stuðning fyrir innsendingu myndbanda, eins og virkir notendur hafa eflaust tekið eftir.

Notendur geta tekið upp myndbönd allt að 15 sekúndur að lengd, bætt filterum við, og klippt saman nokkur stutt myndbönd í eitt langt.

Margt af þessu minnir nokkuð á myndbandaforritið/samfélagsmiðilinn Vine sem er í eigu Twitter og var gefið út í janúar á þessu ári. Hér fyrir neðan má sjá mynd frá TechCrunch sem ber saman þjónusturnar.

Eins og flestir vita eflaust þá er Instagram fáanlegt í App Store og Google Play, og er ókeypis.

Author

Write A Comment

Exit mobile version