Tæpu ári eftir að samfélagsmiðillinn Twitter kynnti þjónustuna Twitter #music, þá hefur forritið verið fjarlægt úr App Store.

#Music stóð ekki undir væntingum notenda, sem virtust ekki hafa nógu mikinn áhuga á því að hlusta á hljóðbrot úr ýmsum lögum, þegar þeir geta einfaldlega ræst YouTube, Spotify eða Rdio til að hlusta á lögin í fullri lengd.

Forritið, sem hefur ekki verið uppfært síðan í september, var fjarlægt úr App Store í gær. Þjónustan sjálf verður lögð niður 18. apríl næstkomandi.

Write A Comment

Exit mobile version