Outlook iOS

Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.

Til þess að nota Outlook á iPhone, iPad eða iPod touch þá verða einstaklingar að vera með nýjustu fyrirtækjaútgáfuna af Office 365.

Forritið er fáanlegt í App Store, og er ókeypis.Forritið keyrir á öllum iOS 6 samhæfðum tækjum (iPhone 4/iPad 2 og nýrri tækjum).

Author

Write A Comment

Exit mobile version