Nova 4G

Fyrr á árinu greindi Nova frá stórum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar það hóf 4G þjónustu hérlendis, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Við leituðum til Nova og fengum 4G box lánað frá fyrirtækinu, og hér að neðan getur að líta umfjöllun okkar um 4G kerfi Nova.

Áður en lengra er haldið ber að nefna að Nova vinnur að því að auka við þjónustu sína, og þegar geta íbúar og sumarbústaðaeigendur í Grímsnesi og Skorradal vafrað um netið á ofurhraða. Á þjónustusíðu Nova er hægt að fylgjast með gangi mála, og þar má einnig sjá hvernig líklegt samband er á áætluðum áfangastað. Á Vopnafirði eru til að mynda góð skilyrði til að setja myndir af ferðalaginu á Instagram, en #latergram hashtaggið er líklegt til að vera notað fyrir myndir sem teknar eru  á Hornströndum.

Við hófum leikana í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem ritstjóri vefsins er til húsa. Þar var hraðinn sæmilegur, betri en þráðlausa netið ef maður var staddur langt frá heimilisnetinu, en jafnaðist þó ekki á við beintengingu eða þegar tölvur heimilisins voru nálægt beininum.

Hraði: 14.98 Mbit/s eða 1.87 MB/s eins og notandinn myndi sjá þegar hann halar niður efni af netinu.

Því næst var boxið tekið með á vinnustaðinn í miðbæ Reykjavíkur og þar var annað uppi á teningnum. Í miðbænum var hraðinn svo miklu betri en á vinnunetinu að nú nota ég alltaf Nova boxið netið í stað þess að vera á vinnustaðatengingunni. Eins og Nova hafa sjálfir auglýst, þá þurfti ekkert að gera nema stinga búnaðinum í samband og allt komið á fullt innan nokkurra mínútna.

Hraði: 25.57 Mbit/s eða 3.19 MB/s eins og notandinn myndi sjá þegar hann halar niður efni af netinu.

Loks var boxið prófað í Hlíðahverfinu í Reykjavík, og þar kom tækið vægast sagt vel út. Niðurhalshraðinn var svo mikill að maður trúði vart eigin augum. Það sem var þó áhugaverðast við þau próf er að þá fyrst var upphalshraði líka sæmilegur.

Hraði: 60.82 Mbit/s eða 7.60 MB/s eins og notandinn myndi sjá þegar hann halar niður efni af netinu.

 

Kostir

Undirritaður á iPad með 3G/4G korti, en þó eru nokkrir kostir við að vera með Nova boxið. Ef einstaklingar eru einungis með iPad eða iPhone þá geta þeir t.d. ekki notað Netflix eða aðrar álíka þjónustur í spjaldtölvunni, en með því að vera með 4G box frá Nova, þá er auðveldlega hægt að tengja öll tækin við Playmo.TV þar sem notendur tengjast boxinu bara eins og hverju öðru þráðlausu neti. Þannig er hægt að horfa á Netflix í bústaðnum ef veðrið er miður gott.

Annars er hægt að sjá marga kosti við Nova boxið. Etirfarandi atriði eru okkur þó ofarlega í huga:

  • Maður getur tekið Nova boxið með sér hvert sem er, þannig að þú þarft aldrei að tengjast nýju neti. Þetta getur bæði verið öryggisatriði, sumir vilja t.d. síður tengjast heitum reitum á veitingastöðum.
  • Nova greinir ekki frá því á sölusíðu, en þegar við skoðuðum gripinn þá sáum við endurhlaðanlega rafhlöðu í boxinu, þannig að þú getur hæglega tekið hann með í vinnuna, ráðstefnuna ef þú vilt tryggja að þú hafir internetsamband án þess að straumbreytirinn fylgi með. Ekki var þó prófað hversu lengi rafhlaðan gildir.
  • Ekkert mánaðargjald til Gagnaveitu Reykjavíkur (eða línugjald fyrir xDSL tengingu). Þar erum við að tala um 1500-2500 krónur á mánuði sem hægt er að verja í meira niðurhal eða aðra afþreyingu.

Gallar

Engin græja er þó gallalaus

  • Af því þetta er farnet þá er allt niðurhal mælt, en ekki bara erlent niðurhal. Nova hefur þó svarað þessum galla með því að hafa gagnamagnið tiltölulega ódýrt (100GB kosta 5.990 kr./mán og 200GB eru á 7.990 kr./mán). 
  • Hraðinn er misjafn eftir því hvar maður er staddur, þannig að þú hefur ekki stöðugan hraða hvar sem þú ert.

 

Niðurstaða

4G kerfi Nova er virkilega öflugt á þeim svæðum þar sem stuðningur er fyrir hendi. Það sem byrjaði Um Nova boxið má segja að það getur verið algjör bjargvættur í sumum tilfellum, en hentar kannski ekki öllum. Ef þú nærð góðu sambandi á heimili þínu þá mælum við hiklaust með því að þú skoðir Nova boxið henti þér… sérstaklega ef þú ert ekki með ljósleiðara.

Ef þú ert með ljósleiðaratengingu þá er það kannski annað mál, en þó gæti þetta verið hagstæðara heldur en internet + mánaðargjald til Gagnaveitu Reykjavíkur ef þú nærð góðri 4G tengingu heima hjá þér.

Undirritaður hefði t.d. ekki fengið sér þetta á heimilið vegna skilyrða þegar þetta er ritað, en í vinnunni hallast menn nú að því að skipta um internet þar sem Nova boxið er mun betra en gamla vinnunetið.

Author

3 Comments

  1. Getur maður streamað NETFLIX með þessu , þarf ég að breyta IP. IP 4G , held það ekki til… hvað geirir maður þá

    • Já það er lítið mál af því þú tengist boxinu eins og venjulegum router, þannig að þú gerir bara DNS breytingar á tölvum og/eða öðrum tækjum sem tengjast Nova boxinu. Eina sem er ekki hægt, er að setja DNS gildin fyrir Playmo beint í routerinn eins og er stundum hægt.

  2. Sveinn Þórhallsson Reply

    Hvernig virkar þetta með Chromcast, þá varðandi Netflix DNS vesen?

Write A Comment

Exit mobile version