
Eftir að okkur bárust þær fréttir að 4G/LTE stuðningur væri kominn á iPhone, þá fannst okkur ástæða til að gera hraðapróf til að sjá hversu mikill hraðinn væri í raun og veru.
Niðurstöður hraðaprófsins voru nokkuð áhugaverðar eins og sést á myndinni að ofan, en niðurhalshraðinn var 55 Mbit/s og upphalshraði 16,5 Mbit/s. Ef þú halar niður skrá í netvafra á þessum hraða, þá ættirðu að sækja gögn á hraðanum 6,8 MB/s og senda þau á 2 MB/s.
Við gerð þessara hraðaprófa var notast við forritið SpeedTest frá Ookla og er ókeypis í App Store.


![iPhone hraðapróf á 4G neti Nova [Mynd] iPhone hraðapróf - Nova 4G/LTE](https://i0.wp.com/einstein.is/media/2013/12/hradaprof-nova-lte.jpg?resize=640%2C308&ssl=1)