Þegar iOS 7.1 kom út á dögunum, þá nýtti Apple einnig tækifærið og gaf út nýja uppfærslu fyrir Apple TV, sem er nú komið í útgáfu 6.1Tveimur nýjum þjónustum var bætt við Apple TV í Bandaríkjunum með uppfærslunni, þ.e. WWE sem sýnir fjölbragðaglímu og Red Bull TV sem sýnir margvíslegt efni. Auk þessara tveggja stöðva, þá bætti Apple við ansi mögnuðum eiginleika við tækin, en það er AirPlay spilun yfir Bluetooth tengingar.
Hingað til hafa notendur einungis getað spilað efni á sjónvarpi með Apple TV ef tækin eru tengd við sama Wi-Fi. Þetta breytir kannski litlu á heimilum, en þetta opnar nú á möguleika fyrir stofnanir og fyrirtæki að kaupa Apple TV tæki, þannig að fyrirlesarar eða fundargestir geti nýtt sér AirPlay til að varpa efni á skjá án þess að þurfa að eiga við tölvudeild fyrirtækisins til að tengjast fyrirtækjanetinu.
1 Comment
Reyndar er ekki hægt að AirPlaya yfir Bluetooth, þetta leyfir tækjunum bara að ræsa AirPlay tengingu með Bluetooth, þetta streymir samt sem áður yfir Wi-Fi.