Ferðavefurinn Dohop efnir til keppni um þróun hugbúnaðar út frá gögnum fyrirtækisins. Dohop mun opna fyrir aðgang að flugverðsgagnagrunni sínum og hvetur áhugasama að búa til áhugverða hluti úr tugum milljóna flugverða sem þar er að finna. Verðin má nýta til að búa til snjallsímaforrit, vefsíðu, smáforrit… hvað sem er í rauninni.

Verðlaun

Sá sem býr til bestu lausnina fær nýjustu útgáfu af sýndarveruleikagleraugunum Oculus Rift, en Raspberry Pi 2 smátölvur eru einnig í boði sem aukaverðlaun. Hin raunverulegu verðlaun þó vitanlega lausnin sjálf, sem getur verið til þess fallin að skapa auknar tekjur fyrir skapara hennar, og er einnig góð leið fyrir viðkomandi til að sýna fyrirtækjum sem starfa á sama markaði getu sína.

Loks ber að geta þess að innsendar lausnir verða eign þess sem býr hana til.

Hversu lengi er þetta, og hverjir dæma?

Keppnin hefst í dag kl. 17:00, og verður aðgangurinn að gagnagrunninum opinn í fimm daga, eða fram að miðnætti 18. mars næstkomandi. Ef þú hefur áhuga, þá geturðu skráð þig á dohop.com/hackathon

Í dómnefna sitja nokkrir valinkunnir einstaklingar, þ.e. Atli Þorbjörnsson stofnandi Gangverks, Jóhann Sigurðsson stofnandi/framkvæmdastjóri CrankWheel auk nokkurra fulltrúa frá Dohop.

Author

Write A Comment

Exit mobile version