Hulu er ein stærsta streymiveita heims á eftir Netflix, þrátt fyrir að starfrækja þjónustu sína einungis í Bandaríkjunum og Japan. Einn helsti galli þjónustunnar að mati notenda eru auglýsingarnar sem birtast við spilun, enda geta auglýsingahléin verið tíð og löng. Hulu hefur brugðist við þessu með því að bjóða upp á áskriftarleið án auglýsinga.

Hulu án auglýsinga kostar $11.99/mán (rúmlega 1500 kr. miðað við núverandi gengi) á meðan Hulu með auglýsingum kostar $7.99/mán (rúmlega 1000 kr.).

Hinn virti vefmiðill Vox sagði nýverið að Hulu án auglýsinga væri besta streymiþjónustan í dag. Ástæðan er sú að Hulu er með mikið úrval þátta, sem standa notendum til boða daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum, auk þess sem eldri seríur af þáttum eru oft líka í boði.

Á myndinni fyrir neðan má sjá brot af þáttunum sem eru í boði á Hulu

Hulu hefur líka bætt við kvikmyndaúrvalið sitt, en það gerði nýverið stóran samning við dreifingaraðilann EPIX, sem þýðir að stórmyndir á borð við Hunger Games: Mockingjay Part 1, Mission: Impossible Rogue Nation, Interstellar verða fáanlegar á Hulu á næstunni.

Sjá einnig: Notaðu Hulu á Íslandi

Hulu er í eigu NBCUniversal, FOX og Disney-ABC sem þýðir að maður getur almennt treyst á að þættir sem eru sýndir á þessum stöðvum komi á Hulu. Ef þú ert í vafa um hvernig þú stofnar Hulu reikning á Íslandi, þá geturðu skoðað leiðarvísinn okkar.

Að lokum er vert að geta þess að þrátt fyrir að áskriftarleiðin sé „Commercial-Free“ þá eru koma örfáir þættir með einni auglýsingu fyrir og eftir þátt, sem er vegna samningsskilyrða Hulu um dreifingu þáttanna. Lykilatriðið er að þú getur samt horft á alla þætti án þess að það komi auglýsingahlé.

Write A Comment

Exit mobile version