Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Netflix

Lang vinsælasti valkosturinn ef þú átt Apple TV. Netflix er stærsta kvikmyndaleiga í heimi, þar sem þú getur horft á eins mikið af efni og þú vilt fyrir $7.99 á mánuði ($12.99 ef þú bætir við þjónustu Playmo.tv)

Netflix er stærsta kvikmyndaleiga í heimi, og er með mikið úrval af myndum og þáttum. Kíktu á ítarlegan leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix. Kostar $7.99 á mánuði fyrir ótakmarkað áhorf, þannig að þú þarft ekki að borga 300-500 krónur í hvert skipti sem 3 ára barnið þitt vill horfa á einn þátt af Superman, Hello Kitty eða einhverju álíka.

 

Hulu Plus

Ef Netflix uppfyllir ekki þörf þína í kvikmyndir og þætti þá geturðu líka nýtt þér þjónustu Hulu Plus á Apple TV (sjá leiðarvísi okkar). Hulu Plus miðar meira að því að vera með nýlegt sjónvarpsefni, þannig að ef þú vilt fylgjast með Modern Family og öðrum slíkum þáttum þá gætirðu haft gaman af því að prófa Hulu Plus.

Áskrift að Hulu Plus kostar $7.99 á mánuði.

 

iTunes kvikmyndaleigan

Apple selur kvikmyndir í stykkjatali og gerir þér einnig kleift að leigja þætti, ýmist staka eða heilar seríur. Ólíkt Netflix og Hulu Plus þá leigirðu eða kaupir myndir í stykkjatali í iTunes leigunni.

Algengt verð fyrir að leigja mynd er $4.99 og $19.99 til að kaupa hana. Ef þú vilt kaupa heila seríu af þáttum þá er algengt verð fyrir eina seríu $14.99-$19.99 (veltur á fjölda þátta).

 

NBA League Pass

Ef þú hefur áhuga á bandaríska NBA körfuboltanum, þá styður Apple TV International League Pass. Ef þú notar Netflix eða Hulu Plus þá notarðu ekki NBA forritið sem þú sérð á sama skjá og Netflix og Hulu Plus heldur þarftu að skipta yfir í UK búðina.

Til þess að gera það skaltu fara í Settings  > iTunes Store. Þar skaltu smella á Location og velja United Kingdom. Þá ætti NBA forritið að styðja International League Pass. Hann kostar €179 og dugir fyrir allt tímabilið og úrslitakepnina.

NBA International League Pass virðist eingöngu vera í boði fyrir þá sem eru með Apple TV stýrikerfi 5.1 eða nýrra (birtist ekki  á tæki sem við prófuðum sem er með 5.01).Þú getur keypt NBA League Pass hér.

 

iTunes tónlistarsafnið

Ef þú ert með stórt og glæsilegt iTunes tónlistarsafn sem þú hefur byggt upp með stolti (tekið heilu dagana í að setja gömlu diskana inn í tölvuna), þá geturðu spilað allt sem er á iTunes í tölvunni þinni á Apple TV. Frábært í laugardagspartýið.

Til að gera það þarftu eingöngu að opna iTunes forritið á tölvunni þinni og kveikja á Home Sharing (sjá leiðbeiningar á vefsíðu Apple um hvernig þú kveikir á Home Sharing).

Einnig er hægt að nota iTunes Match á Íslandi ef þú hefur fylgt leiðarvísi okkar um hvernig það er gert, og þá þarftu ekki að hafa kveikt á tölvunni þinni til að spila tónlist úr iTunes safninu þínu.

 

Hvernig spila ég efni af tölvunni minni?

Ef þú átt Mac tölvu þá geturðu spilað myndbandsskrár af tölvunni þinni með Beamer. Forritið kostar €15 (hækkaði í verði eftir að í ljós kom að ekki væri hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 3).

Windows notendur eru því miður úti í kuldanum hvað þetta varðar. Eina ráðið sem þeim stendur til boða er að nota forritið AirParrot, en það gerir þér kleift að spegla skjáinn þinn (hljóð og mynd) yfir á Apple TV.

 

Ég á iPad/iPhone. Hjálpar það eitthvað?

Já, það getur gert það. Allt frá því iPad 2 kom á markað fyrir tveimur árum þá hefur verið hægt að spegla bæði hljóð og mynd með AirPlay speglun (e. AirPlay Mirroring). Sjá meira um AirPlay speglun hér (athugið þó að ekki er nauðsynlegt að vera með Apple TV 5.0 eða nýrra til að nýta AirPlay speglun eins og Apple kveður á um).

Einnig eru til nokkur ráð til að spila efni af tölvu ef þú átt iPad/iPhone. Eitt dæmi er forritið Plex, sem til er í App Store og kostar $4.99. Ef þú ert með stórt myndbandasafn þá geturðu sett upp Plex Media Server á tölvunni þinni, sótt Plex forritið og spilað efni úr tölvunni þinni á sjónvarpinu í gegnum iPad/iPhone.

Við gerum okkur grein fyrir að þetta er mjög löng leið til að spila efni úr tölvu á sjónvarpi, en sumum lesendum hefur þótt þessi aðferð hentug ef þeir vilja horfa á mikið af efni án þess að þurfa að standa upp til að skipta um sjónvarpsþátt eða eitthvað á þá leið.

 

Get ég framkvæmt jailbreak á mínu Apple TV?

Það veltur á ýmsu. 16. mars 2012 þá kom ný kynslóð af Apple TV á markaðinn sem ekki hefur tekist að framkvæma jailbreak  á þegar þetta er ritað. Ef þú átt 2. kynslóð af Apple TV þá geturðu framkvæmt jailbreak (sjá jailbreak leiðarvísi hér).

Með því að jailbreaka þá geturðu gert ýmislegt, m.a. sett upp margmiðlunarforritið XBMC og/eða Plex, auk þess sem hægt er að kaupa pakka sem heitir aTV Flash frá fyrirtækinu FireCore (sem gerir einmitt líka jailbreak forritið Seas0nPass). Með aTV Flash pakkanum færðu öflugan margmiðlunarspilara til að spila tónlist og myndbönd af tölvunni þinni. Einnig er hægt að setja inn netvafra á Apple TV með aTV Flash, auk annarra hluta. Sjá aTV Flash hér.

aTV Flash kostar $29.95 en XBMC og Plex er ókeypis hugbúnaður.

 

Þetta er það helsta sem hægt er að gera við Apple TV, en einnig eru fleiri möguleikar í boði sem við munum fjalla um síðar. Ef þú notar Apple TV-ið þitt með sniðugum hætti þá er þér velkomið að deila aðferðinni þinni með okkur, hvort sem það er í umæmlum hér fyrir neðan eða með því að hafa samband.

Author

Write A Comment

Exit mobile version