Snap Inc., útgefandi Snapchat, hefur sett Spectacle gleraugu fyrirtækisins í almenna sölu. Gleraugun komu á markað í nóvember 2016, en í mjög takmörkuðu magni fyrst um sinn.
Mikil eftirspurn var eftir Spectacles þegar þau komu út, ekki síst vegna sniðugrar markaðssetningar Snap við sölu þeirra. Fyrirtækið var með sjálfsala sem það kallaði Snapbots (sem sést í tístinu fyrir neðan), er birtust í ýmsum stórborgum í einungis einn sólarhring.
— Spectacles (@Spectacles) December 1, 2016
Snapchat Spectacles eru fáanleg á spectacles.com og kosta 129 dali (tæplega 150 dali með söluskatti og sendingarkostnaði innan Bandaríkjanna). Einungis er hægt að láta senda gleraugun innan Bandaríkjanna, en það mun vafalaust breytast þegar fram líða stundir.
Í myndbandinu fyrir neðan má svo sjá kynningarmyndband Snap fyrir Spectacles og umfjöllun tæknivefjarins The Verge.
https://www.youtube.com/watch?v=XqkOFLBSJR8