Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.
Skref 1: Fyrst ber að geta þess að Netflix forritið er ekki fáaanlegt í íslensku App Store, þannig að til þess að ná í Netflix forritið þá þarftu að vera með bandarískan App Store reikning. Leiðbeiningar til að stofna slíkan reikning má finna hér.
Skref 2: Á Netflix síðunni muntu sjá þessi skilaboð af því þú ert ekki að tengjast síðunni á bandarískri IP tölu.
Skref 3: Til þess að Netflix haldi að þú sért staddur í Bandaríkjunum þarftu að nýta ákveðna þjónustu. Hér koma leiðbeiningar til að breyta DNS stillingum á iPad/iPhone eða iPod Touch svo að Netflix viti ekki betur en að þú sért staddur/stödd í Bandaríkjunum.
Farðu inn á http://playmo.tv, sláðu inn netfangið þitt, og þá byrjar prufutímabil þitt, en þú getur prófað þjónustuna án endurgjalds í 5 daga, en síðan er hægt að kaupa annaðhvort mánaðaráskrift á 5 dollara(sem endurnýjast sjálfkrafa) eða ársáskrift á 50 dollara.
Þegar þú hefur stofnað reikning hjá playmoTV þá skaltu halda áfram.
Ath! Í þessu sambandi er vert að geta þess að aðgangur þinn að Netflix er takmarkaður við þráðlausa netið sem þú setur það upp á, þannig að þú ef þú vilt nota Netflix á t.d. iPad bæði heima hjá þér og heima hjá vini eða ættingja þá þarftu að fylgja leiðarvísinum tvisvar.
Skref 4: Nú skaltu fara í Settings > Wi-Fi og smella á bláa hringinn þar, sbr. eftirfarandi mynd:
Skref 5. Í DHCP flipanum þar skaltu finna DNS reitinn, stroka út töluna sem er þar og slá inn eftirfarandi gildi nákvæmlega eins og þau eru skrifuð:
82.221.94.251, 109.74.12.20
Skref 6: Eftir að þú hefur slegið þetta inn þá skaltu fara til baka í Wi-Fi Network og slökkva á tækinu þínu.
Skref 7: Bíddu í 15-20 sekúndur og kveiktu svo aftur á iPhone eða iPad.
Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“ þá ættirðu nú að geta náð í Netflix forritið.
Skref 8: Náðu í og opnaðu Netflix forritið, og skráðu þig inn. Ætti að virka eins og í sögu.
8 Comments
En ef maður er tengdur við 3G
Þá vandast málið. Þá þarftu að vera með tvö tæki, búa til Wi-Fi hotspot út frá öðru þeirra, því annars geturðu ekki sett þessi DNS gildi inn til að blekkja Netflix, Hulu og þær þjónustur allar.
Ég er búin að tengjast netflix í MacBook og iPad en þegar ég ætla að horfa þarf ég netflix appið á iPad-inn, þar vandast málin því itunes accountinn minn er íslenskur og leyfir mér ekki að downloada appinu, er einhver leið í kringum það?
Lausnin við því er sú að stofna amerískan iTunes reikning á öðru netfangi. Þú loggar þig þá inn á þann reikning og sækir forritið, og svissar svo bara aftur yfir á íslenska reikninginn þinn.
Við höfum skrifað leiðarvísi sem sýnir hvernig þú býrð til slíkan reikning þannig að það er ekkert að óttast 🙂
Sjá http://einstein.is/2013/03/07/stofnadu-bandariskan-apple-reikning/
Með því að vera með amerískan iTunes reikning þá geturðu líka sótt þessi forrit sem virka með playmoTV: http://einstein.is/2013/03/28/attaomissandi-ipad-forrit-netflix-islandi/
Hvað með Android síma ?
Android leiðarvísir er væntanlegur 🙂
fæ alltaf „this is imbarassing bla bla bla, “ allavega þá linkar hún mig ekki við playmotv sama hvaða ip adressu ég nota í ipad mini..
Prófaðu þá bara að bíða í nokkra tíma eða kannski til morguns og reyna aftur. Örugglega tímabundið vandamál.