Beamer er lítið forrit á Mac sem gerir manni kleift að spila nánast hvaða videoskrá sem er á Apple TV án nokkurra vandræða. Forritið gagnast annars vegar þeim sem eiga Apple TV 2 og hafa ekki framkvæmt jailbreak á tækinu (en ef þig langar að gera það þá geturðu fylgt leiðarvísi hér). Hins vegar þá er Beamer mjög nýtilegt fyrir þá sem eiga Apple TV 3 (einnig oft talað um tækið sem 3. kynslóð af Apple TV) sem styður 1080p upplausn, en þegar þetta er ritað þá er jailbreak ekki komið fyrir Apple TV 3.

Ef maður er ekki með forrit á borð við Beamer þá getur það verið þrautin þyngri að horfa á myndefni sem geymt er á tölvunni á Apple TV nema maður fari einhverjar fjallabaksleiðir eða með því að breyta .avi/.mkv skrám yfir í .mp4 og setja í iTunes, en Beamer auðveldar þetta ferli talsvert.

Þegar þú opnar Beamer þá birtist eftirfarandi gluggi:

Beamer skannar netið sem tölvan er tengd við og leitar að Apple TV á sama Wi-Fi. Þegar tenging er komin á eins og „Connected to Apple TV (2)“ að ofan sýnir, þá nægir að draga skrána í forritið og hún ætti að byrja að spilast í sjónvarpinu þínu innan tíðar.

Beamer styður eftirfarandi snið: AVI, MOV, MKV, MP4, WMV og FLV, en ætlunin er að styðja fleiri snið þegar fram líða stundir.

Forritið kostar $7 og fæst á heimasíðu forritsins. Uppfært (7. des 2012): Forritið hefur hækkað í verði og kostar nú 15 evrur.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version