Macbook Pro Retina

Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.

Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.

Þetta gerirðu með eftirfarandi hætti:

[pl_label type=“important“]Athugið![/pl_label] Hér er gert ráð fyrir að SSD diskur og tvöfaldari í stað geisladrifsins, eða þá SSD diskur og annar harður diskur ef þú ert að nota borðtölvu. Við mælum ekki með því að einstaklingar fylgi leiðarvísinum og færi Home möppuna á utanáliggjandi disk.

[pl_label type=“info“]Mikilvægt[/pl_label] Þau skjöl sem þú ert með í Downloads, Movies o.s.frv. áður en þú framkvæmir þessa breytingu færast ekki sjálfkrafa yfir með aðgerðinni. Því skaltu ekki láta þér bregða þótt þú skjáborðið þitt og þær möppur verði tómar eftir þessa aðgerð. Þess vegna mælum við helst með því að þessi aðgerð sé framkvæmd eftir að tölva formöttuð (eða forsniðin fyrir áhugafólk um íslenskt tölvumál).

Skref 1: Opnaðu System Preferences og smelltu á Users & Groups

Skref 2: Passaðu að lásinn sé opinn (sjá mynd), þannig að þú getir gert breytingar á stillingunum. Næst skaltu halda hægri-smella á notandann þinn (eða Ctrl-smella). Þá ætti að birtast Advanced Options gluggi. Opnaðu hann.

 

Skref 3: Hérna skaltu svo skoða Home directory línuna en þar stendur nú eflaust /Users/notandanafniðþitt. Þessu skaltu breyta í möppuna þar sem þú vilt geyma Home möppuna þína. Ef gagnadiskurinn þinn heitir Macintosh Media (eins og í sýnidæminu) þá getuðru t.d. notað slóðina /Volumes/Macintosh Media/„mappansemþúviltnota“.

 

Skref 4: Að þessu búnu þarftu að endurræsa tölvuna.

Author

Write A Comment

Exit mobile version