Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú hafir hann tengdan við tölvu.

Á myndinni að neðan má sjá eina af tveimur myndum sem MuscleNerd sett inn til að sanna að honum hefði tekist ætlunarverk sitt. Hér má sjá Home screen á iPhone, og eins og sést þá eru nokkur af nýju forritunum frá Apple fyrir iOS 5 á skjánum, ásamt Cydia, sem er forritið sem þú setur upp á símann með því að jailbreak-a iOS tækið þitt.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version