Það sem gerir forritið þægilegt, er að auðvelt er að smella á stakar greinar, til að stækka greinina sjálfa, og svo að loknum lestri þá er hægt að smækka greinina aftur og fletta í gegnum blaðið.
Eins og áður segir, þá er einungis hægt að lesa Fréttablaðið og Morgunblaðið í forritinu. Forritið sjálft er ókeypis (tenglar neðst), en ef maður vill nota forritið reglulega þá getur maður annaðhvort keypt hvert blað á $0.99 eða $29.95 fyrir mánaðaráskrift. Þó er hægt er að fá 7 blöð ókeypis á meðan forritið er prófað.
Að neðan má sjá myndband af forritinu í notkun:
PressReader [App Store]
PressReader [Android Market]
PressReader [Android HoneyComb)
PressReader [Windows 7 Slate]
PressReader [BlackBerry App World]
1 Comment
Sjálfur er ég rosalega hrifinn af nýja appinu frá Google: Google Currents. Það safnar saman allskonar blöðum og tímaritum, t.d. Fast Company, Forbes, Good ofl.
Mjög skemmtilegt viðmót þar og gott að nota það. Það er reyndar bara í boði í USA núna en það er hægt að komast framhjá því með því að finna .apk fælinn fyrir Android.
Hér er kynningarmyndband
http://www.youtube.com/watch?v=5LOcUkm8m9w