Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan  býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.

Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.

Með FeedFliks geturðu séð hverjir eru vinsælustu titlar allra tíma á Netflix (bæð á Instant Watch og með DVD, sem við höfum augljóslega ekki áhuga á). Með því að tengjast við Netflix, þá meta þeir líka hvernig þú ert að nota reikninginn þinn, og geta beint athygli þinni að mynd sem hlýtur góða einkunn en er aftarlega í Instant Queue

(Uppfært 2/7/2014: FeedFliks er ekki lengur ókeypis, heldur kostar $10 á ári).

Instant Watch Database  er önnur síða, sem er virkilega einföld. Síðan býður upp á mjög ítarlega leitarmöguleika, þannig að ef þú ert í stuði fyrir spennumynd frá tímabilinu 1961-1972, með 3 stjörnur eða meira í einkunn, og bönnuð innan 16 (Rated R) þá geturðu gert það. Svo geturðu bætt myndum sem þú finnur við Instant Queue.

InstantWatcher. Síðast, en ekki síst. InstantWatcher er einstaklega sniðug síða. Þar sem hún sker sig m.a. frá hinum er að hún er með iPhone og Android forrit, þannig að ef þú ert á mannamótum og einhver mynd er nefnd, þá geturðu flett henni upp og bætt henni við í Instant Queue samstundis, í staðinn fyrir að gleyma henni þegar heim er komið. Á síðunni geturðu líka séð hvaða myndir eru að renna út á tíma (en það fer allt eftir samningum milli Netflix og dreifingaraðila hversu lengi hægt er að horfa á myndirnar á Netflix). Einnig er sérstakur flokkur á síðunni sem athyglisvert er að skoða, þ.e. NYT Critics’ Picks, myndir sem kvikmyndagagnrýnendur New York Times mæla með og eru í boði á Netflix.

Author

Write A Comment

Exit mobile version