Almennt er mælt með því að maður reyni að forðast það eins og heitan eldinn að deila netfanginu sínu á almennri síðu á netinu.

Ef þú hins vegar þarft að deila netfangi þínu á netinu (t.d. ef þú ert að selja eða kaupa notaðar vörur á spjallvefjum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis og krafa er gerð um birtingu netfangs) þá er heldur hvimleitt að lenda í því að SPAM bottar finni netfangið manns og bæti því á 1000+ póstlista.

(Pop Quiz: Hversu margir ruslpóstar eru sendir út fyrir hvern sem er svarað? Svar í lok greinar)

Til að forðast þetta þá er einfaldlega hægt að nota þjónustu Scr.im, sem gerir þá kröfu að notendur geti stillt saman stafarunu á einni mynd við aðra. Ef maður stenst prófið þá fær maður að sjá netfangið sem maður sækist eftir að fá. Sjá dæmi á eftirfarandi mynd:

 

Notkun Scr.im er annars nokkuð einföld:

Skref 1: Farðu heimasíðu scr.im.
Skref 2: Sláðu inn netfangið þitt (getur m.a.s. valið hvert scr.im url-ið verður ef þú æskir þess.
Skref 3: Deildu slóðinni sem þú færð í staðinn fyrir sjálfu netfanginu.

Dæmi: Í dæmaskyni setti ég netfang síðunnar upp, sem hægt er að nálgast á http://scr.im/einsteinis. Einnig þá bað síðan notendur um að nota þjónustuna þegar boð voru send út fyrir Google+ fyrr á árinu (óþarfi núna þar sem Google+ er nú opið öllum).

 

Spurningin sem var varpað fram fyrr í greininni er hversu marga ruslpósta þarf að jafnaði að senda áður en að svar berst?
Svar: Til að spammer fái svar við ruslpósti þá þarf hann að senda út 12 milljón tölvupósta frá sér. 12.000.000 póstar fyrir 1 svar.

Author

Write A Comment

Exit mobile version