Windows: Ef þú átt annaðhvort Windows tölvu og Mac lyklaborð, eða Mac tölvu og keyrir Windows líka á henni með BootCamp eða öðrum leiðum, þá getur verið að þú kannist við það vandamál að F1-F12 takkarnir virki ekki sem skyldi í Windows.

Apple Wireless Keyboard Helper er bót á máli, en þetta litla forrit gefur manni PrintScreen takka á Apple lyklaborði í Windows, iTunes stjórnun og fleira.

Hér getur að líta helstu lyklaborðsflýtivísanir sem verða virkar með uppsetningu forritsins:

  • F3: PrintScreen
  • F4: Task Manager
  • F7-F9: iTunes control
  • F10-F12: System volume Control
  • Eject button toggles Fkeys/Functions.
  • Fn + F key triggers function (useful when in F keys mode)
  • Fn + Backspace = Delete
  • Fn+ Eject: Eject CD

Að endingu er rétt að benda á að heiti forritsins er kannski ekki algjört réttnefni, því það virkar einnig á snúrutengdum Apple lyklaborðum.

Author Ritstjórn

Write A Comment