Windows 7: Þeir sem hafa verið með Windows stýrikerfið frá Microsoft undanfarin 10 ár eða svo kannast kannski við þá þróun að Microsoft eru farnir að setja svokallað borðaviðmót (e. ribbon interface) efst í forritin sín.

Þetta byrjaði með hinum vinsæla Office hugbúnaðarpakka, en þetta viðmót er nú komið þar (bæði á Windows og Mac).

Windows 8 færir manni þennan borða (e. ribbon) í Explorer, en ef þú vilt fá borðann og flipa (e. tabs) í Explorer, þá ættirðu að prófa BExplorer (Better Explorer). Að neðan má sjá tengil á heimasíðu forritsins (eða viðbótarinnar ef svo má að orði komast) ef þú ert með Windows 7 uppsett á tölvunni og vilt prófa herlegheitin.

Author

Write A Comment

Exit mobile version