Social Fixer er viðbót fyrir Firefox, Chrome, Safari og Opera (sem sagt í rauninni alla þessa helstu nema Internet Explorer) sem eins og áður segir gerir notandanum kleift að gera litlar breytingar á Facebook eftir sínu höfði, þannig að notkun vefjarins verður þægilegri og skemmtilegri. Hægt er að hafa þema á Facebook-inu sínu, breyta bakgrunninum, fá gamla Facebook spjallið aftur (þ.e. ef þú hefur ekki gert það nú þegar skv. þessum leiðbeiningum), hafa einungis nýjustu innleggin en ekki Vinsæl innlegg (e. Top stories).
Þá er líka svokallaður Friend Tracker í boði með Social Fixer, þannig að þú sérð ef einhver hefur eytt þér af Facebook, eða hefur tekið sér pásu frá Facebook. Þessir kostir og fjölmargir fleiri eru í boðið með Social Fixer.