Forritið sem um ræðir heitir Shairport4w, og uppsetning á forritinu er mjög einföld. Eina sem aðilar þurfa að hafa í huga er að iOS tækið sé tengt við sama WiFi og tölvan sem á að taka við efninu.
Skref 1: Náðu í forritið hérna
Skref 2: Keyrðu forritið (þú opnar forritið beint, en ferð ekki í gegnum neina uppsetningu á því).
Skref 3: Búðu til nafn á tölvunni í Shairport4w sem þú sérð þegar þú reynir að senda efni yfir úr iOS tækinu þínu með AirPlay.
Skref 4: Ræstu iTunes. Nafnið sem þú bjóst til í skrefi 3 sést nú í AirPlay valmyndinni neðst í hægra horninu. Veldu það og þá er allt komið.