Til að endurræsa Finder er nóg að halda inni Option (Alt) takkanum á lyklaborðinu og smella svo á Finder í Dock-inu með músarhnappinum og þá fær maður Relaunch möguleika, en sá möguleiki er ekki fyrir hendi ef maður heldur inni músarhnappi án þess að halda inni Option (Alt).
Á eftirfarandi myndum má sjá þennan hvar Relaunch möguleikinn birtist þegar Option (Alt) er haldið inni áður en maður smellir og heldur inni músarhnappinum yfir Finder
Einnig er hægt að endurræsa Finder með því að opna Terminal og slá inn eftirfarandi skipun og ýta á Enter:
killall Finder