Ef þú hefur rótað (eða root-að) Android símann þinn (eða Android spjaldtölvuna þína) og ert með PlayStation fjarstýringu innan seilingar, þá ættu þær fregnir að gleðja þig, að þú getur notað fjarstýringuna til að spila leiki á Android tækinu þínu.

Forritið Sixaxis Controller sync-ar PlayStation 3 fjarstýringuna þína við Android tækið yfir bluetooth. Því miður þá er ekki hægt að nota PS3 fjarstýringu með öllum tækjum, og því er fyrst hægt að ná í forritið Sixaxis Comatability Checker sem er ókeypis, til að kanna hvort hægt sé að nota tækið þitt með þessum hætti. Margir geta spilað í einu, en forritið styður notkun fjögurra fjarstýringa á sama tíma.

Author

Write A Comment

Exit mobile version