Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri í brennideplinum. Fyrri auglýsingin sýnir ferðalanga nýta Siri til að finna bestu leiðina á áfangastað sinn með Google Maps, og finna áhugaverða matsölustaði og fleira með Yelp, sem er staðbundið þjónustuforrit.

Síðari auglýsingin sýnir upprennandi tónlistarmann láta gítardrauminn rætast, og hvernig Siri hjálpar honum að finna gítar, og spila lög.

Author

Write A Comment

Exit mobile version