Mac/iOS: Margir sem hafa nú nýtt sér skýþjónustuna iCloud frá Apple hafa tekið eftir því að dagatöl sem þeir voru áskrifendur að birtast ekki lengur jafnt á tölvu og iPhone símum eða öðrum iOS tækjum. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum þá ætti að vera hægt að fá þau til að virka á ný.

Skref 1: Opnaðu iCal

Skref 2: Smelltu á Calendars hnappinn uppi í vinstra horninu

Skref 3: Skrunaðu niður í Subscriptions og hægri-smelltu (eða haltu inni contro og smelltu með músinni) á dagatalið sem er ekki að virka sem skyldi, og smelltu þar á Get Info.

Skref 4: Þar skaltu breyta Location yfir í iCloud, og smelltu á OK.

Skref 5: Nú ætti dagatalið að birtast jafnt á tölvunni þinni sem og iOS tækinu þínu.

Author

Write A Comment

Exit mobile version