Að neðan koma fimm góð húsráð til að ná krumpum úr fatnaði, ef straujárn er ekki til staðar.
1. Rakt handklæði
Þá leggur þú einfaldlega flíkina niður á strauborð (eða annað borð), þrýstir handklæðinu niður á krumpurnar, og þá ættu krumpurnar skv. öllu að vera farnar.
2. Hraðsuðuketill
Þá læturðu flíkina vera vera ca. 20-30 cm fyrir ofan hraðsuðuketilinn þegar gufan fer að rjúka úr honum. Passaðu bara að brenna þig ekki.
3. Þurrkari
Taktu hreinan sokk eða klút, og bleyttu hann lítillega. Skelltu honum síðan í þurrkarann ásamt flíkinni og hafðu hann þar inni í 15-20 mínútur.
4. Heit sturta
Farðu í 10-15 mínútna sturtu og hafðu lokað fram þannig að gufa myndist inni í baðherberginu. Hengdu flíkina upp við endann á sturtuslánni eða á öðrum hentugum stað inni á baðherberginu.
5. Hárblásari
Bleyttu krumpaða svæðið líttillega. Notaðu síðan hárblásarann á lágri stillingu og þurrkaðu blettinn þangað til hann er þurr, og krumpurnar vonandi farnar. Passaðu að hafa hárblásarann ekki of nálægt flíkinni.