Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.
Áður en þú nærð í Absinthe og hefst handa, þá skaltu byrja á að slökkva á beiðni um lykilorð á iPhone símanum, iPadinum eða iPod touch spilaranum þínum. Það er gert með því að fara í Settings > General > Passcode Lock. Ef þetta er ekki gert þá mun jailbreak ekki heppnast. Einnig er mælt með því að taka afrit af gögnum tækisins til vonar og vara (nánar verður farið út í það á eftir). Ef þú hefur gert
Skref 1: Byrjaðu á að taka afrit af tækinu þínu í iTunes. Það gerirðu með því að hægri-smella á tækið þitt undir Devices, og velja Back Up.
Skref 2: Æskilegt, ekki nauðsynlegt, og ekki gera með aflæsta síma! Eftir að þú hefur tekið afritið, þá skaltu fara í tækið þitt, fara þar í Settings > General > Reset > Erase all content and settings. Þetta eyðir öllum stillingunum, og að sögn Chronic Dev Team þá tekur jailbreak-ið fljótar af með þessu. Margir geta þó sleppt þessu skrefi án þess að lenda í vandræðum.
Skref 3: Náðu í Absinthe [Windows útgáfa] [Mac útgáfa] [Linux útgáfa].
Skref 4: Opnaðu Absinthe, en þegar þú opnar forritið þá lítur það svona út:
Skref 4: Þegar Absinthe hefur lokið sér af með því að endurræsa símann og Home Screen er á skjánum (eða Slide to unlock), þá skaltu fara í þinn iPhone / iPad, og finna Absinthe á Home Screen. Opnaðu Absinthe, það fer með þig á síðuna hjá greenpois0n, og síðan ætti tækið þitt að endurræsa sig. Þegar tækið hefur endurræst sig þá ætti Cydia að vera komið í stað Absinthe, og jailbreak-ið búið.
Skref 5: Ef þú fylgdir skrefi 2 og eyddir öllu, þá skaltu hægri-smella aftur á tækið þitt undir Devices, og velja þar Restore from Back Up, og velja nýjasta afritið þitt.
ATH! Ef Absinthe kemur ekki endurræsingarferli af stað, þá skaltu fara í Settings og kveikja á VPN. Hunsaðu villuna sem kemur (e. dismiss). Við það ætti tækið að endurræsa sig.