Margir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.

Í fyrsta lagi er hægt að slökkva á Data Roaming. Kjarnorkulausnin er svo að slökkva á öllu Cellular Data, sem lokar þá fyrir allan gagnaflutning (og rafhlaðan endist líka lengur). Í myndbandinu myndbandinu fyrir neðan er sýnt hvernig þetta er gert.

Author

Write A Comment

Exit mobile version