iPad

iPad mini er væntanlegur á markað í næsta mánuði. CNN hefur heimildir fyrir þessu, og segir að fyrirtækið muni að senda út boðskort á viðburðinn 10. október næstkomandi.

Útgáfa iPad mini spjaldtölvunnar er ætlað að mæta samkeppni frá minni spjaldtölvum sem hafa rutt sér til rúms á þessum markaði, og ber þar helst að geta Kindle Fire frá Amazon.

Talið er að iPad mini muni kosta $399 þegar hann kemur á markað í Bandaríkjunum, sem þýðir að hann muni eflaust kosta um það bil 70.000 krónur hérlendis.

Author Ritstjórn

Write A Comment