Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.
Hann Jony Ive (viðurnefnið hans) fékk þó ekki hugmyndina að Apple tækjunum með því að horfa á hvítan striga, heldur sótti innblástur í hönnun sína frá Þjóðverjanum Dieter Rams, sem er best þekktur fyrir störf sín hjá raftækjafyrirtækinu Braun.
Í myndunum hér fyrir neðan má sjá skemmtilegan samanburð á nokkrum af helstu Apple tækjum síðasta áratugar og þeim raftækjum frá Braun sem höfðu áhrif á hönnun Jony Ive.


![Þessi Braun raftæki höfðu áhrif á hönnun Apple [Myndir]](https://i0.wp.com/einstein.is/media/2012/11/braun_utvarp-apple_ipod-150x1501.jpg?resize=150%2C150&ssl=1)