Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.
Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.
Apple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.
