Kynningarmyndbandið fyrir iPad mini kom út fyrir stuttu, og í kjölfar þess fannst spjallþáttastjórnandum Conan O’Brien tímabært að gera myndband fyrir næstu gerð af iPad spjaldtölvu.
Myndbandið er sett fram með svipuðum hætti og kynningarmyndbönd Apple, þar sem Sir Jonathan Ive yfirhönnuður fyrirtækisins fer yfir helstu eiginleika viðkomandi tækis og má sjá með því að ýta á meira.
Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.