Vefsíða vikunnar - Adjust Your Privacy

Friðhelgi einstaklingsins er vaxandi vandamál. Vefsíða vikunnar tekur á þessu, en það er vefurinn Adjust Your Privacy

Síðan geymir tengla yfir á friðhelgisstillingar allra helstu samfélagsmiðlanna (auk annarra miðla á borð við StumbleUpon og Pandora). Einnig má finna tengla yfir á ýmis tól, þ.e. viðbætur fyrir vafrann þinn.

Ástæðan fyrir því að síða eins og Adjust Your Privacy eru nauðsynlegar eru þær að samfélagsmiðilinn sem þú notar ber ekki endilega hag þinn fyrir brjósti, heldur miðar að því að græða pening til að halda fjárfestum ánægðum. Þess vegna gera samfélagsmiðlar oft notandanum erfitt að nálgast friðhelgisstillingarnar, því þeirra hagur er að þú hafir allt opið.

Gott dæmi um þetta er Facebook, sem gerði breytingar á friðhelgisstillingum sínum, og gerði notendum kleift að stilla á „Recommended“ stillingar frá fyrirtækinu. Margir settu þessar stillingar á, en sáu svo að stöðuuppfærslur þeirra frá þeim degi voru sjáanlegar almenningi. Notendur treystu því að Facebook væri að passa upp á sig, þegar því var öfugt farið og fyrirtækið var að hugsa um sinn hag.

Author

Write A Comment

Exit mobile version