iOS 6.1.3

Apple gaf nýlega út iOS 6.1.3 sem lagfærir villur sem gerði notendum kleift að í komast fram hjá Passcode á iPhone símum. Samhliða þessari uppfærslu þá gaf fyrirtækið út Apple TV 5.2.1 og er því hætt að votta (e. signing) Apple TV útgáfu 5.2.

Með iOS 6.1.3 þá lokaði Apple á glufuna sem evasi0n jailbreak forritið nýtti til að framkvæma jailbreak á iPhone, iPad, iPod touch og Apple TV. Fyrir vikið er ekki lengur hægt að framkvæma jailbreak á Apple TV 2, nema notendur hafi vistað svokölluð „SHSH blobs“ á tækjum sínum.

Við viljum því ráðleggja Apple TV eigendum að uppfæra ekki tækin sín ef þeir vilja hafa tækið sitt með jailbreak-inu og þeim möguleikum sem því fylgja, og sömuleiðis að eigendur iPhone, iPad og iPod touch haldi sig í iOS 6.1.2 (eða eldri útgáfu af iOS) ef þeir vilja framkvæma jailbreak.

 

Author

1 Comment

  1. Templarinn Reply

    Vandræðalegt að þeir lokuðu á einn passcode galla en bjuggu til annan í staðinn, ef að voice dialing er á þá er hægt að komast í símaskrána og í allar ljósmyndir…
    Settings>General>Passcode Lock>Voice Dial> setja á „off“, þá er þessi galli ekki lengur til staðar…

Write A Comment

Exit mobile version