system-preferences

System Preferences stillingargluggann þekkja allir eigendur Apple tölva, svo fremi sem þeir vilja breyta um skjámynd, upplausn, tengja Bluetooth tæki o.fl.

Það getur stundum verið pirrandi þegar maður er lengi að komast í sínar stillingar, vegna þess að í glugganum er aragrúi af stillingum sem maður skoðar aldrei. Gott dæmi um það er Mouse hjá fartölvueigendum og Trackpad hjá flestum borðtölvueigendum (flestum vegna þess að sumir nota Magic Trackpad í borðtölvum).

Ef þú ert með Lion eða Mountain Lion stýrikerfið uppsett á Mac tölvunni þinni, þá er hægt að taka til í System Preferences með einföldum hætti, til að glugginn sýni færri tákn. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. ef þú vilt ekki að grunlausir notendur fari að fikta í Network stillingum eða að börnin komist í Parental Controls o.s.frv.

Skref 1: Byrjaðu á því að opna System Preferences (annaðhvort með því að fara finna táknið hér til hliðar í Dock, eða smella á Apple merkið upp í vinstra horninu og velja þar System Preferences)

Skref 2: Smelltu á  View og svo Customize efst í Menu bar.

Skref 3: Þegar þú hefur gert þetta, þá ætti System Preferences glugginn að líta svona út:

Skref 4: Nú skaltu taka hakið af því sem þú vilt ekki að birtist í glugganum. Fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig glugginn getur litið út eftir tiltekt:

Author

Write A Comment

Exit mobile version