Steve Jobs - iPad

Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.

Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.

Það má með sanni segja að iPad spjaldtölvan hafi verið tæknibylting. Flugfélög spara eldsneyti með notkun spjaldtölvunnar, börn nýta tækin í námi og sumir þjónar nota iPad svo vínlistinn verði aldrei úreltur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá Apple viðburðinn fyrir þremur árum þegar fyrirtækið svipti hulunni af þessu

Heimild: iMore
Author

Write A Comment

Exit mobile version