Amazon Cloud Drive

Amazon hefur uppfært Cloud Drive forritið fyrir Windows og Mac, sem kemur nú með speglunarmöguleika (e. File Sync), þannig að fyrirtækið er nú komið í beina samkeppni við þjónustur eins og Dropbox, Google Drive og SkyDrive

Notendur geta sett upp forritið og dregið skrár í Cloud Drive möppuna sína, sem er bara hefðbundin mappa í stýrikerfinu. Gögn sem sett eru í Cloud Drive möppuna vistast þá sjálfkrafa yfir netið á vefþjóni Amazon, þannig að notendur geta nálgast gögnin með auðveldum hætti. Amazon Cloud Drive er því loks orðinn raunhæfir keppinautur Dropbox, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.

Nýir notendur á Cloud Drive fá 5GB pláss þegar þeir skrá sig, sem er jafn mikið og Google Drive býður, og rúmlega tvöfalt meira en Dropbox (2GB).

Í tenglinum fyrir neðan er hægt að sækja forritið.

Author Ritstjórn

Write A Comment