Meðal þess sem fyrirtækið sýndi voru fyrirhugaðar breytingar á Google Maps, sem hefur verið tekin alveg í gegn frá toppi til táar.
Kortin eru nú hraðari, hægt er að sníða kortin að notandanum, auk þess sem samhæfni við Google Earth er orðin betri svo fátt eitt sé nefnt.
Uppfærslan mun einnig koma í Android og iOS, þar sem notendur geta gefið veitingastöðum einkunn, hægt verður að lesa umsagnir veitingastaða úr forritinu, skoða tilboð og margt fleira.
Í myndbandinu fyrir neðan má sjá kynningu á því sem koma skal í Google Maps
http://youtu.be/THxJHcR1D2c