Google Play Music All Access

Bandaríska tæknifyrirtæki Google ýtti tónlistarveitunni Google Play All Music Access úr vör í gær, en fyrirtækið kynnti þessa afurð sína á Google I/O ráðstefnunni í gær.Þjónustan, virkar í raun eins og Spotify og Rdio, og gerir notendum kleift að hlusta á milljónir laga þegar þeim hentar.

Að svo stöddu þá er Google Play Music „All Access“ einungis í boði fyrir bandaríska notendur, en vonir standa til að þjónustan verði boðin í fleiri löndum þegar fram líða stundir.

Verð þjónustunnar er eins og sést á myndinni að ofan 10 dalir á mánuði. Áður en notendur hoppa í djúpu laugina þá fá þeir 30 daga prufuáskrift að kostnaðarlausu svo þeir geti ákveðið hvort stofnað verði til viðvarandi sambands við All Access umfram Spotify eða Rdio.

Author Ritstjórn

Write A Comment