iOS 7 - iPhone 5Gjörbreytt notendaviðmót, Cntrol Center, Airdrop og iTunes Radio eru meðal helstu nýjunganna sem Apple hefur boðað með iOS 7 stýrikerfinu sem kemur í haust. Við prófuðum síma með iOS 7 fyrir skömmu og tókum þar eftir mörgum litlum breytingum sem voru ekki kynntar sérstaklega en vert er að nefna.

Listinn er vitaskuld ekki tæmandi, heldur væri hægt að hafa hann upp á nokkrar blaðsíður ef telja ætti upp allar viðmótsbreytingar í forritunum sem fylgja tækjunum.

  • Leitarstikan og veffangsstikan í Safari hefur verið sameinuð í eina stiku líkt og í Google Chrome og nýjustu útgáfu Safari fyrir Mac.
  • App Store sýnir vinsæl forrit nálægt þér.
  • Skjáskot fara ekki lengur í Photo Stream.
  • Spotlight leitin er ekki lengur á sérstökum skjá, heldur nægir fyrir notendur að renna fingrinum niður á heimaskjánum (eða swipe-a niður á home screen eins og flestir myndu segja í talmáli)
  • Hægt er að stilla App Store þannig að forrit eru uppfærð sjálfvirkt.
  • iPhone takmarkar vissa eiginleika ef síminn er of heitur (t.d. flassið á myndavélinni)
  • Nýjar raddir í Siri (kven- og karlmannsraddir)
  • Hægt að hringja hljóðsímtöl yfir FaceTime (sem gæti þá haft áhrif á forrit eins og Viber/WhatsApp/Skype)
  • Notendur geta komist í Control Center og Notification þótt síminn sé læstur (þ.e. úr lock screen
  • Notendur geta tengt iOS tækið við Vimeo og Flickr, auk Twitter og Facebook.
  • Bluetooth Sharing reitur í Privacy stillingum gefur til kynna að hægt er að deila efni með Bluetooth tengingu.
  • Hægt er að setja Newsstand í möppu.
  • Siri getur breytt stillingum tækisins (t.d. slökkt kveikt á Wi-Fi, Bluetooth o.s.frv.)
  • Wi-Fi Hotspot 2.0 – Ef aðilar eru hjá símafyrirtæki sem er með heitan reit þá mun iPhone með iOS 7 skipta yfir á reitinn án þess að þú þurfir að gera nokkuð (þetta er nokkuð sem erlend símafyrirtæki nýta sér frekar). Notendur eru þá auðkenndir á netinu með SIM-kortinu sínu.

Hér fyrir neðan látum við svo fylgja stórt myndasafn með skjáskotum úr iOS 7.

Author Ritstjórn

Write A Comment