Listinn er vitaskuld ekki tæmandi, heldur væri hægt að hafa hann upp á nokkrar blaðsíður ef telja ætti upp allar viðmótsbreytingar í forritunum sem fylgja tækjunum.
- Leitarstikan og veffangsstikan í Safari hefur verið sameinuð í eina stiku líkt og í Google Chrome og nýjustu útgáfu Safari fyrir Mac.
- App Store sýnir vinsæl forrit nálægt þér.
- Skjáskot fara ekki lengur í Photo Stream.
- Spotlight leitin er ekki lengur á sérstökum skjá, heldur nægir fyrir notendur að renna fingrinum niður á heimaskjánum (eða swipe-a niður á home screen eins og flestir myndu segja í talmáli)
- Hægt er að stilla App Store þannig að forrit eru uppfærð sjálfvirkt.
- iPhone takmarkar vissa eiginleika ef síminn er of heitur (t.d. flassið á myndavélinni)
- Nýjar raddir í Siri (kven- og karlmannsraddir)
- Hægt að hringja hljóðsímtöl yfir FaceTime (sem gæti þá haft áhrif á forrit eins og Viber/WhatsApp/Skype)
- Notendur geta komist í Control Center og Notification þótt síminn sé læstur (þ.e. úr lock screen
- Notendur geta tengt iOS tækið við Vimeo og Flickr, auk Twitter og Facebook.
- Bluetooth Sharing reitur í Privacy stillingum gefur til kynna að hægt er að deila efni með Bluetooth tengingu.
- Hægt er að setja Newsstand í möppu.
- Siri getur breytt stillingum tækisins (t.d. slökkt kveikt á Wi-Fi, Bluetooth o.s.frv.)
- Wi-Fi Hotspot 2.0 – Ef aðilar eru hjá símafyrirtæki sem er með heitan reit þá mun iPhone með iOS 7 skipta yfir á reitinn án þess að þú þurfir að gera nokkuð (þetta er nokkuð sem erlend símafyrirtæki nýta sér frekar). Notendur eru þá auðkenndir á netinu með SIM-kortinu sínu.
Hér fyrir neðan látum við svo fylgja stórt myndasafn með skjáskotum úr iOS 7.