Síðastliðna helgi fór Kelloggs óhefðbundna leið til að kynna nýja útgáfu af Special K morgunkorninu, sem hefur notið mikilla vinsælda hérlendis.Kelloggs opnaði svokallaða nokkurs konar bráðabirgðaverslun (þ.e. pop-up shop á ensku) sem fyrirtækið kallaði Instashop, og seldi heilmikið af morgunkorni, nema hvað að söluverðið var nokkuð óhefðbundið, eða mynd á samfélagsmiðlinum Instagram.
Notendur gátu því „keypt“ pakka af morgunkorni með því að birta mynd af sér með stóran kassa af Special K morgunkorninu og merkja hana #nyttspecialk.