Airport Extreme

Ef þú ert að nota Airport Extreme með ljósleiðaranum þínum, þá má vera að þú þurfir að opna port til að auðvelda spilun leikja eða notkun ákveðinna forrita. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að fara yfir þetta ferli með ykkur.

Skref 1:

Byrjaðu á því að opna Airport Utility og láta forritið finna Airport Extreme tækið þitt. Þegar það er fundið skaltu smella á Edit eins og á myndinni hér fyrir neðan.

Skref 2:

Eftir að þú smellir á Edit birtist nýr gluggi með nokkrum flipum. Þar skaltu velja Network flipann

 Skref 3:

Í Network flipanum skaltu ekki gera neinar breytingar nema í reitnum Port Settings. Fyrir neðan þann hluta sérðu lítinn plús. Smelltu á hann og við haltu áfram.

Skref 4:

Nú byrjar balllið, þ.e. opnun porta. Á PortForward.com má finna lista yfir algeng port sem þarf að opna fyrir ýmsa leiki og forrit. Í dæminu hér að neðan erum við að opna port fyrir leikinn League of Legends.

Skref 4.1: Byrjaðu á því að finna hvaða port þarf að opna, sem er oftast mögulegt með einfaldri Google leit eða með því að skoða listann sem vísað á hér rétt fyrir ofan. Settu viðeigandi tölur í Public UDP ports, Public TCP ports og Private UDP Ports.

Skref 4.2: Finndu innri IP tölvunnar á þráðlausa netinu þínu, en Mac notendur finna hana t.d. með því að fara í System Preferences > Network. Þegar þú hefur fundið þá tölu þá skaltu setja hana í reitinn Private IP Address.

Skref 5:

Þegar þú hefur sett inn allar nauðsynlegar upplýsingar þá skaltu smella á Save og svo Update. Að öllum líkindum muntu missa netsamband í örskamma stund á meðan Airport Extreme beinirinn uppfærir stillingarnar, en að því búnu ætti allt aðvera hrokkið í gang.

Author Ritstjórn

Write A Comment