Sony 4K

Sony 4K sjónvarpstæki, sem er með fjórfaldri upplausn miðað við háskerputækni, er nú komið í Sony Center, Borgartúni.„Myndgæðin í þessu sjónvarpi eru einfaldlega engu lík enda er engu til sparað til að fullkomna skerpu og myndvinnslu og ekki má gleyma að tækið, sem er 55″, er með eitt besta hljóðkerfi sem þekkist í sjónvarpi,“ segir Eyjólfur Jóhannson, vörustjóri hjá Nýherja, sem rekur Sony Center.

Hvað er 4K sjónvarp?

Flest sjónvörp sem eru keypt á íslensk heimili í dag eru sjónvörp eru háskerpusjónvörp sem styðja fulla háskerpu (1080p) og er því með 1920×1080 upplausn. Í 4K sjónvörpum þá er upplausnin u.þ.b. 4096×2160 og litadýrðin meiri og smáatriði enn skýrari. Nokkur fyrirtæki hafa gert prófanir með myndbönd í 4K upplausn. Myndbandsvefirnir YouTube og Vimeo leyfa notendum sínum að hala upp myndböndum í þessari upplausn, og þá hefur streymiveitan Netflix greint frá því að það ætli að gera streyma efni í 4K upplausn, eða Ultra HD eins og þeir kalla það.

Í þessu myndbandi hér fyrir neðan fer James Rivington hjá TechRadar yfir 4K tæknina í stuttu máli

Mikil er í framleiðslu sjónvarpstækja um þessar mundir að mati Eyjólfs, enda er hörð samkeppni nú á markaðnum í svokölluðum snjallsjónvörpum (e. Smart TVs) sem veita notandanum aðgang að neti og ýmsum öðrum þjónustum, eins og samfélagsmiðlum og Skype.

Sony 4K sjónvarpið er í dýrari kantinum og kostar 989.000 krónur í Sony Center, en vonir standa til að 4K sjónvörp muni lækka í verði þegar framleiðslukostnaður þeirra lækkar.

Author

Write A Comment

Exit mobile version