Apple mun gefa notendum færi á að bera kennsl á lög, en samkvæmt nýjustu heimildum Bloomberg ætlar fyrirtækið ætlar að hefja samstarf með framleiðendum snjallforritsins Shazam, sem er mörgum notendum snjalltækja að góðu kunnugt.

Shazam mun þannig vera innlimað á vissan hátt í iOS 8, þannig að notendur geta einfaldlega spurt Siri „What song is playing?“ eða eitthvað á þá leið til að komast að því hvaða lag er í spilun á útvarpsstöð, verslun eða skemmtistað svo dæmi séu tekin.

Þetta gæti orðið hentugur eiginleiki, og sparað notendum dýrmætar sekúndur í hvert sinn sem þeir vilja fræðast um lag í spilun.

Write A Comment

Exit mobile version