Microsoft tilkynnti nýlega að Xbox One leikjatölvan verði bráðum fáanleg á lægra verði, hafi neytendur áhuga á tölvunni án þess að Kinect hreyfiskynjarinn fylgi með kaupunum.

Xbox One án Kinect mun kosta $399 vestanhafs, jafnmikið og PlayStation 4 leikjatölvan frá Sony. Auk verðlækkunarinnar þá gerir Microsoft ekki lengur þá kröfu til notenda að þeir hafi Xbox Live Gold áskrift, vilji þeir nýta sér margmiðlunarforrit á borð við Netflix, Hulu o.fl.

Bandaríkjamenn geta keypt Xbox One án Kinect frá og með 9. júní næstkomandi, en óvíst er hvenær Íslendingum fá færi á því að kaupa tölvuna á lægra verði.

Write A Comment

Exit mobile version