Apple TV er nýtilegt í ýmislegt, og Apple TV fjarstýringin sömuleiðis. Sumar gerðir af Apple fartölvum eru með innrauðan móttakara, og þær tölvur geta tekið við skipunum frá Apple TV fjarstýringunni.

Þetta getur verið þægilegt, en mörgum þykir það heldur hvimleitt, þegar ætlunin er að horfa á eitthvað skemmtilegt á Netflix eða annarri skemmtilegri myndveitu, að tölvan fari þá að spila tónlist þegar ýtt er á Play. Ef þú vilt síður lenda í þessu, þá geturðu fylgt þessum litla leiðarvísi hér fyrir neðan.

Skref 1

Byrjaðu á því að fara í System Preferences, sem þú finnur með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu.

Skref 2

Smelltu á Security & Privacy í efstu línunni.

Skref 3

Nú skaltu smella á lásinn niðri í vinstra horninu svo þú getir gert breytingar, og smella svo á Advanced.

Skref 4

Hakaðu við „Disable remote control infrared receiver“ og smelltu svo á OK.

Skref 5

Allt búið. Ef þú vilt tengja fjarstýringuna aftur þá smellirðu bara á Pair hnappinn, sem sést á myndinni hérna í skrefi 4.

 

Exit mobile version