Nýjasta útgáfan af iOS stýrikerfinu fyrir iPhone, iPad og iPod touch kemur út í dag. Áætlað er að iOS 8 komi í loftið kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Með iOS 8 færir Apple notendum ýmislegt skemmtilegt, t.d. betrumbætt Mail forrit, stuðning fyrir önnur (og betri) lyklaborð og margt fleira.
Í myndbandinu fyrir neðan má sjá litla samantekt frá Cnet, frá WWDC kynningu Apple, þar sem farið er yfir helstu nýjungarnar í iOS 8.